Opnun á Ljósanætursýningum Listasafnsins
Í tilefni Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna Horfur í listasal Duus Safnahúsa fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00. Um er að ræða einkasýningu Helga Hjaltalín Eyjólfssonar og stendur hún til 5. nóvember.
Við sama tækifæra verða opnaðar 3 aðrar listsýningar á vegum safnsins: Blossi: Sossa og Anton Helgi Jónsson. Glyttur: Elísabet Ásberg. Próf/Tests: Fríða Dís Guðmundsdóttir.