Markmið

Markmið Listasafns Reykjanesbæjar

- að efla myndlistarlíf í Reykjanesbæ, auka þekkingu og áhuga bæjarbúa á myndlist og stuðla almennt að framgangi sjónlista og listmenntunar.

- að vinna sérstaklega með skólunum í Reykjanesbæ með það í huga að efla áhuga nemenda á myndlist og með því auka víðsýni þeirra og almenna menntun.

- að vera vettvangur nýrra strauma í myndlist og stuðla að gagnrýnni skoðun á myndlist með ákveðnu sýningarhaldi, fyrirlestrum og útgáfu.

- að vera með fjölbreytt sýningarhald þar sem gerðar eru strangar listrænar kröfur sem miða að því að sýna ávallt það besta og framsæknasta hverju sinni og stuðla þannig að því að safnið verði sterkt afl í íslensku myndlistarlífi.

- að efla listaverkaeign safnsins svo hún gefi góða mynd af, annars vegar listamönnum svæðisins og hins vegar samtímalist á landinu öllu.

- að sinna almennum skyldum safns um söfnun, skráningu, rannsóknir, útgáfu.

- að eiga gott og virkt samstarf við listamenn utan og innan heimabyggðar, sérstaklega skal Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ sinnt. Einnig að eiga gott samstarf við önnur söfn og gallerí á landinu öllu.

Leiðir að markmiðum

- Listasafn Reykjanesbæjar þarf að hafa sjálfstæðan fjárhag þar sem gert er ráð fyrir ákveðinni upphæð til rekstrar og ákveðinni upphæð í annað. Einnig má stofna félag styrktaraðila.

- Listasafn Reykjanesbæjar sýni frumkvæði í að eiga gott samstarf við skólana á svæðinu, t.d. með sérstökum nemendasýningum þar sem úrval af verkum nemendanna eru til sýnis. Einnig er þörf á góðu samstarfi við listaskólana í landinu.

- Listasafnið þarf að sinna listiðkun bæjarbúa með ákveðnum hætti, s.s. kynningum, fyrirlestrum, aðstoð við sýningarhald og almennri hvatningu.

- Leita skal aðstoðar fagfólks þegar við á, s.s. við kaup á listaverkum, vali á sýnendum og útgáfu. Þannig má tryggja frekar, þátt fagmennsku og gæða.

- Stefnt skal að því að ráðinn verði fagmenntaður forstöðumaður.

- Listasafnið hafi á að skipa góðu húsnæði með sýningarsal og þjónusturými, ásamt öllum þeim tækjum sem þurfa þykir.