Saga safnsins
Listasafn Reykjanesbæjar varð að formlegu listasafni árið 2003. Fyrir hafði verið til Listasafn Keflavíkur.
Listasafnið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir sýningum víðs vegar um bæinn. Það var ekki fyrr en haustið 2002 sem safnið fékk góðan sýningarsal í Duus Safnahúsum til afnota og hefur það breytt miklu um sýningarhald. Þar eru nú haldnar sýningar allt árið um kring u.þ.b. 5 sýningar á ári. Þá eru einnig settar upp styttri sýningar af ýmsu tagi í öðrum sölum Duus Safnahúsa jafnt og þétt yfir árið. Sérstakt listráð starfar við safnið sem ákvarðar sýningarhald.
Verk úr safneign eru til sýnis víðs vegar í stofnunum Reykjanesbæjar. Safnkosturinn er varðveittur í safnamiðstöð Reykjanesbæjar, Ramma, og skráður í gagnagrunninn Sarp.