Rannsóknir

Vegna manneklu er þessi þáttur safnastarfsins ekki stór.  

Þó er búið að safna flestu efni um myndlist sem birst hefur í blöðum og tímaritum á Suðurnesjum, gróf flokka það og ganga frá í möppur. 

Þarna fáum við gott yfirlit m.a. yfir allar myndlistarsýningar sem haldnar hafa verið í bænum frá miðri síðustu öld og út frá því verður auðveldara að rita sögu myndlistar í bænum.  Það verkefni bíður nýs starfsmanns.  

Allur safnkostur listasafnsins er skráður í Sarp, miðlægan gagnagrunn fyrir byggða- og listasöfn í landinu.

Markmið rannsókna í safninu er að auka þekkingu á listasögunni með því að afla upplýsinga tengdar myndlist af Suðurnesjum.