Um safnið

Sýningarsalir Listasafns Reykjanesbæjar eru í Duus Safnahúsum. Þar eru einnig sýningarsalir Byggðasafns Reykjanesbæjar auk fleiri sala þar sem settar eru upp tímabundnar sýningar á vegum safnanna.

Opnunartími:

Alla daga frá kl. 12 - 17.

Aðgangseyrir:

Almennur aðgangseyrir fyrir 18 ára og eldri kr. 1000.
Ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára, eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa á opnunartíma og utan hans gegn greiðslu. Nánari upplýsingar í síma 420 3245 eða í gegnum netfangið duushus@reykjanesbaer.is

Sýningarsalir í Duus Safnahúsum

Listasalur: Sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar.
Bátasalur: Sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar.
Gryfjan: Sýningar á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Bíósalur: Sýningar á vegum Menningarfulltrúa. Fjölnota salur.

Bryggjuhús: Sýningar á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar. Bátasafn Gríms Karlssonar.
Gestastofa: Sýning um náttúrufar og dýralíf á Reykjanesskaga á vegum Reykjanesjarðvangs. Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Stofan: Sýningar á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Sýningarsalur Byggðasafns Reykjanesbæjar á miðlofti.
Sýningarsalur á efsta lofti. Blönduð menningarstarfsemi.

 

Duus Safnahús standa við smábátabryggjuna í Gróf og eru röð nokkurra áfastra húsa frá mismunandi tímum, það elsta pakkhús frá 1877, sem var í eigu danska kaupmannsins Hans Peter Duus, og það yngsta frá 1970. Öll tengdust húsin útgerð á einhverjum tíma. Endurbygging þeirra hófst árið 2002 og elsti hluti húsanna, Bryggjuhúsið, var tekið í notkun vorið 2014 eftir gagngerar endurbreytingar.