Um safnið

Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er í Duus Safnahúsum. Þar er einnig sýningarsalur Byggðasafns Reykjanesbæjar auk fleiri sala þar sem settar eru upp tímabundnar sýningar á vegum safnanna.

Opnunartími

Alla daga frá kl. 12 - 17.

Aðgangseyrir

1.500     almennur aðgangseyrir fyrir 18 ára og eldri

1.200     aldraðir, öryrkjar,námsmenn eldri en 18 ára

1.200     hópafsláttur fyrir fleiri en 10

1.200     gegn framvísun aðgangsmiða frá Rokksafni dagsettum sama dag

         0     ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára aldurs 

 

3.500    menningarkort sem veitir ókeypis aðgang út árið í Duus og Rokksafnið, 10 % afslátt í safnbúðum og afslátt á ýmsa menningarviðburði í bænum.

 

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa á opnunartíma og utan hans gegn greiðslu. Nánari upplýsingar í síma 420 3245 eða í gegnum netfangið duushus@reykjanesbaer.is

 

Sýningarsalir í Duus Safnahúsum

Listasalur: Sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar.
Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar.
Gryfjan: Tímabundnar sýningar tengdar hönnun á vegum Listasafnsins.
Bíósalur: Tímabundnar sýningar á vegum Listasafns eða byggðasafns. Fjölnota salur.

Bryggjuhús:
Gestastofa: Sýning um náttúrufar og dýralíf á Reykjanesskaga á vegum Reykjanesjarðvangs. Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Stofan: Blönduð menningarstarfsemi
Sýningarsalur Byggðasafns Reykjanesbæjar á miðlofti. Grunnsýning Byggðasafnsins. Þyrping verður að þorpi.
Sýningarsalur á efsta lofti. Blönduð menningarstarfsemi.

 

Duus Safnahús standa við smábátabryggjuna í Gróf og eru röð nokkurra áfastra húsa frá mismunandi tímum, það elsta pakkhús frá 1877, sem var í eigu danska kaupmannsins Hans Peter Duus, og það yngsta frá 1970. Öll tengdust húsin útgerð á einhverjum tíma. Endurbygging þeirra hófst árið 2002 og elsti hluti húsanna, Bryggjuhúsið, var tekið í notkun vorið 2014 eftir gagngerar endurbreytingar.