Sýningastefna safnsins
- Safnið skal miðla myndlist með fjölbreyttu sýningahaldi, fyrirlestrum, leiðsögn, útgáfu og á vefnum.
- Sýningum safnsins er ætlað að efla myndlistarlíf í Reykjanesbæ, auka þekkingu og áhuga bæjarbúa á myndlist og stuðla almennt að framgangi sjónlista og listmenntunar.
- Sýningar safnsins eru sérstaklega kynntar í skólunum í Reykjanesbæ með það í huga að efla áhuga nemenda á myndlist og með því auka víðsýni þeirra og almenna menntun. Hafa skal samráð við skólayfirvöld í Reykjanesbæ.
- Listasafnið sýni frumkvæði í að eiga gott samstarf við skólana í Reykjanesbæ og nágrenni, t.d. með sérstökum nemendasýningum þar sem úrval af verkum nemendanna eru til sýnis. Listahátíð barna verði haldin að vori.
- Sýningum safnsins er ætlað að vera vettvangur nýrra strauma í myndlist og stuðla að gagnrýnni skoðun á myndlist með ákveðnu sýningarhaldi, fyrirlestrum og útgáfu.
- Safnið skal vera með fjölbreytt sýningarhald þar sem gerðar eru strangar listrænar kröfur sem miða að því að sýna ávallt það besta og framsæknasta hverju sinni og stuðla þannig að því að safnið verði sterkt afl í íslensku myndlistarlífi.
- Safnið skal eiga gott og virkt samstarf við listamenn utan og innan heimabyggðar, sérstaklega skal Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ sinnt.
- Safnið skal eiga gott samstarf við önnur söfn innan lands og utan m.a. með það í huga að skiptast á áhugaverðum sýningum.
- Listasafnið skal sinna listiðkun bæjarbúa með ákveðnum hætti, s.s. kynningum, fyrirlestrum, aðstoð við sýningarhald og almennri hvatningu.