Sumarsýning Listasafns Reykjanesbæjar, Húsafellsmyndir Ásgríms Jónssonar verður opnuð föstudaginn 15. júní kl. 18.00. Sýningin kemur frá Listasafni Íslands en L.Í. á stærsta safn verka Ásgríms. Húsafellsmyndir Ásgríms eru ákveðinn þáttur í þessari safneign en Ásgrímur dvaldist mikið á Húsafelli í Borgarfirði til að mála. Þangað kom hann fyrst til sumardvalar árið 1915 og aftur 1917 og 1919, eftir það varð Húsafell sá staður sem Ásgrímur tók mestu ástfóstri við og þar dvaldist hann reglulega á sumrin fram eftir ævi. Um er að ræða bæði olíuverk og vatnslitamyndir og sýningarstjóri er Harpa Þórsdóttir.
Húsafellsmyndir Ásgríms Jónssonar
Fleiri myndir