Yelena Arakelow

Nafn

Yelena Arakelow

Ferilskrá

Yelena Arakelow (f. 1993) er danslistamaður, í verkum sínum skoðar hún eðli hreyfinga og birtingarmynd þeirra í dansinum.

Yelena hefur á ferli sínum unnið í þverfaglegu (e. Multidisciplinary) samstarfi og sýnt víða, bæði hér á landi og erlendis. Yelena frumsýndi verk sitt „work (it) out“ í Tanzhaus Zürich árið 2020, sama ár kom hún fram í sýningu Andreas Brunner „Ekki brotlent enn“ í Listasafni Reykjavíkur og í samstarfi við Klāvs Liepiņš vann hún dansverkið „mati kreppapīra krāsā // hair in the colour of crepe paper“ í Vidas Deja International Dance Festival í Lettlandi. Yelena hefur hafið nýtt samstarf við Sólbjörtu Veru Ómarsdóttur fyrir sýninguna „á og í ;“ en Sólbjört hannar og býr til búninga verksins.

Yelena útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2018, lauk fornámi við Copenhagen Contemporary Dance School árið 2015 og útskrifaðist frá myndlistardeild Atelierschule Zürich árið 2013. Í sjö ár þjálfaði hún við Kinder Zirkus Robinson, barna og ungmenna sirkús sem ferðast innan Sviss.