Úthaf - Ívar Valgarðsson, síðasti sýningardagur er laugardaginn 19. apríl
Síðasta sýningarvika Úthafs, einkasýningar Ívars Valgarðssonar. Síðasti sýningardagur er laugardaginn 19. apríl!
Vegna páskalokunar Duus Safnahúsa verður lokað föstudaginn langa, 18. apríl og páskadag, 20. apríl.
Opnunartími aðra daga er þriðjudaga - sunnudaga frá 12:00-17:00.
Við hvetjum öll sem tök hafa til þess að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara!
Sýningarstjóri: Gavin Morrison.
Úthaf er styrkt af Safnasjóði og listamaðurinn er styrktur af Myndlistarsjóði.