Úthaf - Ívar Valgarðsson

Verið velkomin á opnun einkasýningar Ívars Valgarðssonar, í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 18. janúar kl. 14:00.
 
Ívar Valgarðsson (f. 1954) er listamaður sem hefur áhuga á eðli hlutanna. Hann notar ofur kunnuglegan og algengan efnivið til að búa til innsetningar sem fjalla á ljóðrænan hátt um hvernig skynjun skapar heiminn. Ívar hefur skapað nýtt verk fyrir sýninguna, Úthaf, innsetningu sem tekur heilt sýningarrými og samanstendur af 179 ljósmyndum og málverki. Úthaf fjallar um mikilfengleika hafsins sem umlykur Reykjanesbæ og einstaklingseðli upplifunar. Auk nýja verksins eru einnig verk sem spanna listamannsferil Ívars. Hér er því fágætt tækifæri til að kynna sér skarpskyggni listamannsins og trúfestu við ákveðna aðferðarfræði um árabil. Tími er ávallt til staðar í verkum hans. Sköpunarferlið endurspeglast oft í tímalegri upplifun áhorfenda. Þessi upplifun á tíma er mögulega mesti grundvallarþáttur náttúrunnar – og fyrir Ívari er náttúran forsenda alls.

Ívar Valgarðsson sótti nám í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands frá 1971. Þar kynntist hann hugarheimi Harðar Ágústssonar (1922-2005), sem var þá skólastjóri, og myndhöggvarans og kennarans Jóns Gunnars Árnasonar (1931-1989). Þetta var gjöfult tímabil í íslenskri myndlist og tók Ívar snemma á ferlinum þátt í sýningum SÚM hópsins. Hreyfingin hafði ekki yfirlistan stíl en kynnti snemma til sögunnar hugmyndir og aðferðir sem tengjast nýdadaisma, flúxus og annarskonar framúrstefnu.

Síðar, þegar hann var við nám í Hollandi dýpkaði þessi tenging við konseptlistina. Á því tímabili voru tengslin innan listanna í gagngerri endurskoðun. Ívar hafði áhuga á breytingum á fræðilegum áherslum sem fluttust frá abstrakt expressjónisma yfir í hugtakahyggju og minimalisma. Áköf efniskennd og yfirgengilegir tilburðir abstrakt expressjónismans tóku að víkja fyrir vélvæddum ferlum og textalýsingum. Á vissan hátt hafa verk Ívars verið rannsókn á þversögninni hvernig málverkið og konseptlistin geta verið til samtímis. Verk hans búa yfir efniskennd og oft á tíðum málverkalegri nærveru og má líta á þau sem framverði í ríkulegri hefð íslenskrar myndlistar sem eiga sér rætur í málverkinu en rýna í efnisþætti þess og sýningarsamhengið.

 

Sýningarstjóri Úthafs er Gavin Morrison.

Gavin Morrison er skoskur rithöfundur og sýningarstjóri sem býr í Bandaríkjunum. Hann er að skrifa bók um samband Donald Judd við Ísland fyrir Lars Müller Publishers í Zürich, sem verður gefin út árið 2026. Gavin er einnig að þróa sýningu með Listasafni Geogria í Tbilisi, um arkitektinn Berthold Lubetkin og rithöfundinn og hönnuðinn Ilia Zdanevich.

Gavin hefur gegnt ýmsum stöðum sem sýningarstjóri og forstöðumaður. Hann var forstöðumaður Skaftfells, miðstöð myndlistar á Austurlandi, frá 2018-2020 og einnig var hann fyrsti sýningarstjóri Fort Worth Contemporary Arts. Árið 2017 hlaut Gavin rannsóknarstyrk Lewis Walpole Library, Yale háskóla í Bandaríkjunum og árið 2015 var hann í vinnustofudvöl Brown Foundation Fellows í Maison Dora Maar, Ménerbes, Frakklandi.

 

Listasafn Reykjanesbæjar mun gefa út bók sem tekur til alls myndlistaferils Ívars Valgarðssonar.

Útgáfan er unnin í samstarfi við Hörð Lárusson, einn af eigendum Kolofon hönnunarstofu, textar eru eftir Gavin Morrison, þýðing Helga Soffía Einarsdóttir og myndvinnsla Vigfús Birgisson.

Bókin kemur út á sýningartímanum.

 

Úthaf er styrkt af Safnasjóði og listamaðurinn er styrktur af Myndlistarsjóði.

 

Sýningin stendur yfir til 19. Apríl 2025.

 
 
 
//
 
Ocean, Ívar Valgarðsson‘s solo exhibition, opens in Reykjanes Art Museum on January 18th at 2pm.
 
Ívar Valgarðsson (b. 1954) is an artist who is intrigued by the nature of things. He often uses the familiar and commonplace to create installations that lyrically reflect upon how perception orders the world. For this exhibition he has created a new work, Ocean, a room-sized installation of 174 photographs and painting. Ocean is about the magnitude of the sea which surrounds Reykjanesbaer and the individuality of experience. In addition to this new installation, the exhibition also presents work from across Ívar’s professional career. This provides a rare opportunity to consider the artist's acuity and dedication to a methodology over many years. Time is ever present in his work. The process of creation is often mirrored in the temporal experience of the viewer. This experience of time is perhaps the most elemental aspect of nature – and for Valgarðsson, nature is the basis of everything.
Ívar Valgarðsson studied at The Icelandic College of Art and Crafts from 1971. There he was part of a dynamic peer group and was exposed to influential teachers such as Hörður Ágústsson (1922-2005), the headmaster of the College at that time, as well as to the sculptor and professor Jón Gunnar Árnason (1931-1989). The 1970s were a fertile period for Icelandic art and early in his art practice, Ívar started to participate in the exhibitions of SÚM, Young Artists’ Association. The organisation had no stylistic mandate but brought an early exposure to the Icelandic art scene of ideas and practices associated with neo-dada, fluxism, and other aspects of the avant garde.
During his later studies in Holland, a deeper connection with conceptual art practices emerged. It was a period which reconsidered the connective tissue of art making. Valgarðsson was intrigued by the theoretical shifts being made: from abstract expressionism to conceptualism and minimalism. Mechanised processes and textual descriptions now usurped the ardent materiality and gestural grandiosity of abstract expressionism. In part, Valgarðsson’s work has been an investigation of the paradox of how painting and conceptual art can coexist. With its materiality and often painterly presence, Valgarðsson’s work stands at the forefront of a rich tradition in Icelandic art, one rooted in painting but scrutinising its constituent elements and the context of its display.
 
Ocean‘s curator is Gavin Morrison.
Gavin Morrison is a Scottish writer and curator who lives in the USA. He is currently writing a book on Donald Judd’s relationship with Iceland for Lars Müller Publishers Zürich to be released in 2026. He is also developing an exhibition with the National Gallery of Geogria in Tbilisi, on the architect Berthold Lubetkin, and the writer and designer Ilia Zdanevich.
Morrison has occupied various curatorial and directorial positions. From 2018-2020 he was the Director of Skaftfell – Center of Visual Art, Seyðisfjörður, Iceland. He was also the inaugural curator at Fort Worth Contemporary Arts. In 2017 Morrison was awarded a Research Fellowship at Lewis Walpole Library, Yale University, USA and was a Brown Foundation Fellow at Maison Dora Maar, Ménerbes, France, in 2015.
 
Reykjanes Art Museum will publish a book that will cover the art career of Ívar Valgarðsson.
The publication is made in collaboration with Hörður Lárusson, co-owner of the design agency Kolofon, text written by Gavin Morrison, translated by Helga Soffía Einarsdóttir, and the image processing is by Vigfús Birgisson.
The book will be published during the exhibition period.
 
Ocean is sponsored by Museum Council of Iceland and the artist is sponsored by The Icelandic Visual Arts Council.
 
The exhibition will run until April 19th 2025.