Útgáfuboð og lokahóf - Afbygging stóriðju í Helguvík

Sunnudagur, 28. apríl 2024

Útgáfuboð og lokahóf sýningarinnar Afbygging stóriðju í Helguvík - Libia Castro & Ólafur Ólafsson, fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 15:00 - 17:00, sunnudaginn 28. apríl 2024.
 
Listasafn Reykjanesbæjar býður öll velkomin á lokahóf og útgáfuboð sýningarinnar, Afbygging stóriðju í Helguvík, sem er verk í vinnslu og unnið í samstarfi og samtali Libiu Castro & Ólafs Ólafssonar við Töfrateymið, Andstæðinga stóriðju í Helguvík, Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands og fyrrverandi framkvæmdarstýru Landverndar, umhverfisverndarsamtökin Landvernd, hagfræðinginn Ásgeir Brynjar Torfason, arkitekinn Arnhildi Pálmadóttur og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist.
 
Léttar veitingar í boði.
Verið innilega velkomin!
 
-----
 
Libia Castro & Ólafur Ólafsson hófu samstarf sitt í Hollandi árið 1997. Þau vinna þverfagleg samvinnuverkefni; með vídeó, ljósmyndun, hljóðskúlptúr og margmiðlunar innsetningar. Libia & Ólafur fóru fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn árið 2011. Þau hafa sýnt verk sín í almannarýmum í ólíkum borgum víða um Evrópu og haldið einkasýningar um heim allan.
 
Jonatan Habib Engqvist er alþjóðlegur sýningarstjóri og höfundur. Frá 2021 hefur hann starfað sem ritstjóri Ord&Bild.
 
Sýningin er styrkt af Safnasjóði. Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru styrkt af Myndlistarsjóði, Launasjóði listamanna, Myndstef, CBK Rotterdam art fund (Center of Visual Arts Rotterdam) og The Mondriaan Foundation.
 
Afbygging stóriðju í Helguvík stendur til sunnudagsins 28. apríl 2024.

Gallery - Afbygging stóriðjunnar í Helguvík