UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW

UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW

11. mars – 16. Apríl 2023


Sýningin UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW opnar í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 11. mars og stendur til sunnudagsins 16. apríl 2023.

Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eiga stefnumót listamennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoëga og er m.a. fjallað um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri
upplifun og tjáningu.


Í sýningartexta segir m.a.:

“Nánd við samvirk tengsl á milli líkama okkar, huga og umhverfis er beisluð líkt og orka í listsköpun Carissu Baktay, Claire Paugam, Claudiu Hausfeld, Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Hye Joung Park, Iðu Brár Ingadóttur og Þórdísar Erlu Zoëga á sýningunni UNDIRLJÓMI. Upptök orkunnar er ósæ nálægð við hversdagsleg yfirborð og flæðandi glýpt á milli þeirra. Jafndægrin leika með líkamsklukku okkar og sjónarhorn þrengjast og víkka á víxl í takt við hreyfingu sólar. Þegar hún skimar lágt leitar hugurinn inn á við, eftir nánd og einveru. Þegar hún rís og nær nyrstu stöðu um sumarsólstöður, örvast hughrif og tilfinning um viðbótartíma sem opnar margstrenda sýn á ígrundun og athafnir. Svo hverfur hún á ný og taktbilið minnkar; athyglin færist inn á við. Við nemum hljóðbylgjur innra byrðisins og leyfum þeim að renna saman við hljómfall hins daglega.”


Frá 2021 hefur Listasafn Reykjanesbæjar á hverju ári boðið meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við LHÍ að stýra sýningu í safninu, í samstarfi við námsleiðina. Þar er lögð áhersla á sýningagerð sem víðfeðman og margþættan vettvang sköpunar og rannsókna með samvinnu sem lykilþema. Sýningar meistaranema hafa vakið athygli safngesta og samstarfið við Listaháskólann er jafnframt liður í að kynna safnið fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan
listgreina og fræðasviðs lista á Íslandi.

 

Grafísk hönnun eftir Huga Ólafsson.

Ljósahönnun eftir Rósu Dögg Þorsteinsdóttur.

 

//

 

The exhibition INFRA-GLOW opens at the Reykjanes Art Museum on Saturday 11 March at 2 pm and closes on Sunday 16 April 2023.


INFRA-GLOW is curated by Elise Bergonzi, Daria Testoedova and Hannah Zander, MA students in Curatorial Practice in the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. The exhibition brings together works by Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Hye Joung Park, Iða Brá Ingadóttir and Þórdís Erla Zoëga, with a focus on the impact of local surroundings on inner experiences and expression.

 

In the introduction to their catalogue essay, the curators write:

“INFRA-GLOW gathers artworks by Carissa Baktay, Þórdís Erla Zoëga, Iða Brá Ingadóttir, Claire Paugam, Hye Joung Park, Claudia Hausfeld and Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, that provoke the intimacy of collective relationships between our bodies, our minds and our surroundings. The idea of imperceptible closeness between us, our mundane surfaces, and their fluid porousness is a starting point. In Iceland, the gradually polarizing effects on human perspective caused by the summer and winter equinoxes twists our biological clock, highlighting the moments where our surroundings blend with states of intimacy and solitude. Leading up to and during the midnight sun, the illusion of additional time allows for new ground to be covered, a prismatic view where one could reflect, immerse, lie, or rest. In contrast, the eclipsing effect that begins to happen immediately after sunlight hours hits their peak starts to reel in the peripherals, narrowing awareness through a threshold towards the interior. Organic and manufactured merge, allowing for the sound of our inner bodies to blend with the silence of our daily landscapes.”


Since 2021 the Reykjanes Art Museum has invited 1st year MA students of Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts to curate an exhibition for the museum, in collaboration with the MA study line. There, emphasis is placed on curation as an expanded and interdisciplinary practice and field of research, where learning together is a key theme.

 

Graphic design by Hugi Ólafsson.

Lighting Design by Rósa Dögg Þorsteinsdóttir.

 

(Switch to the english version of the webpage for the exhibition text in english).

 

 

UNDIRLJÓMI

Á reiki á milli innri skynjunar og óróleika úti fyrir, sveiflast bil til og frá. Ytri aðstæður móta vitund okkar og öfugt; í tilfinningalegu einrúmi myndast andóf gegn snertingu við ytra byrðið og minnsti breytileiki í því veldur spennu sem aftur leitar inn á við. Ytra byrðið, greypt í hljómfall hins daglega, er litríkt af tjáningu.

Nánd við samvirk tengsl á milli líkama okkar, huga og umhverfis er beisluð í listsköpun Carissu Baktay, Claire Paugam, Claudiu Hausfeld, Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Iðu Brár Ingadóttur, Hye Joung Park og Þórdísar Erlu Zoëga á sýningunni UNDIRLJÓMI. Upptökin er ósæ nálægð við hversdagsleg yfirborð og flæðandi glýpt á milli þeirra.

Jafndægrin leika með líkamsklukku okkar og sjónarhorn þrengjast og víkka á víxl í takt við hreyfingu sólar. Þegar hún skimar lágt leitar hugurinn inn á við, eftir nánd og einveru. Þegar hún rís og nær nyrstu stöðu um sumarsólstöður, örvast hughrif og tilfinning um viðbótartíma sem opnar margstrenda sýn á ígrundun og athafnir. Svo hverfur hún á ný og taktbilið minnkar; athyglin færist inn á við. Við nemum hljóðbylgjur innra byrðisins og leyfum þeim að renna saman við hljómfall hins daglega.

Í verkum Claire Paugam, Carissu Baktay og Þórdísar Erlu Zoëga renna örheimur og alheimur í eitt, málmgrýti mætir holdi, líkami steindum, og útlínur þess sem er í fersku minni og þess sem er hverfandi dofna. Í hinu gljúpa efni sem eftir verður fæðast nýjar frásagnir.

Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir og Hye Joung Park fara með okkur í aðra átt, inn á milli hlutheims og hugheims þar sem er hverfandi sjónarrönd. Hugurinn fjarlægist líkamann og gleymir sér í víðáttunni.

Carissa Baktay sker út í landslagið til að endurmóta jaðra þess í samræmi við innsæi sitt. Speglar verða að stöðuvötnum sem endurvarpa ljósbrigðum og leysa upp landamæri í hugarþelinu. Í skapandi ferli hennar, frá rennandi eða fallandi vatni úti við til nándar baðherbergisins, skipa líkamar og umhverfi þeirra miðlægan sess. Með hreinsun og umhirðu endurheimtir hún virði háranna sem hún notar í sumum verkum sínum, og lætur þau smjúga inn í dýrmæt ker, eða ljóma í risastórri fléttu.

Aðgerðir Þórdísar Erlu Zoëga afhjúpa að sama skapi þá djúpu athygli sem hún veitir rannsókn sinni á samspili ljóss og glers. Hún leiðir okkur inn í heim dáleiðandi, brothættra og þokukenndra endurvarpana þar sem sjónhverfingin sem af hlýst tvístrar og feykir burt á víxl, líkt og dögun víki fyrir sólargeislun í birtingu.  

Claire Paugam staðsetur annað verk sitt í dyragætt á milli sýningarýma. Risastór tunga býður okkur inn í innvortis rými listamannsins; hinumegin er grjót í veginum.  Ljósmyndir Claire leiða okkur að jöðrum undirmeðvitundar hennar, þar sem endurminningar um horfinn tíma eru ljóslifandi. Í húmi neðst í minninu virðist sem umhverfið leysist upp um leið og það umlykur okkur.

Í gjörningi Iðu Brár Ingadóttur myndast flæðandi tjáskipti á milli líkama hennar og náttúrumynda. Fossinn þýðir hljóðlátar samræður og látæði valdeflingar. Línulegt tímaskyn hverfur og eftir verður órætt rými fyrir kvika sambúð manns og náttúru. Áhorfandanum býðst að taka þátt, hvílast og sækja sér endurnæringu í orkunni.

Verk Hye Joung Park er sömuleiðis hvílandi. Myndir í pappír og leir segja sögu skeljar sem gleymdi sér á ljósri strönd. Í ferli Hye kristallast samsvörun milli líkama og huga í kóreógrafískri hreyfingu. Verk hennar eru eins og annáll um tímaleysi efna; örþunnt og brothætt eðli þeirra eiga samhljóm í húsi Claudiu Hausfeld. Þar horfast á mynd og hlutur, samháð og velviljuð. Þau standa vörð hvort um annað, í huldu skjóli sýningarýmisins sem og í náttúrunni. Það sem er inni og það sem er úti rennur saman.

Aðra óvænta samsetningu er að finna í endurbólstruðum stólum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur. Hið nýja áklæði er gert úr fundnum skeljabrotum og gifsi. Það sem áður var mjúkt, gert til hæginda og bauð til hvíldar, miðlar nú eingögnu hugmyndinni um hvíld í formi listhlutarins.

Í infraversi verka á sýningunni er litróf hugans kannað; grafist fyrir um tengslin á milli lyndis og líkamleika í samhengi margþættrar umhverfisvitundar, og leitast við að veita athygli nýjum sögum og sjónarhornum. Í verkum sýnenda eru ýmis ljósbrot upplifana grandskoðuð; farið um rými þeirra og skjól; og okkur boðið að hvíla um stund í undirljómanum.