Undir pressu - Sýning Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna “Undir pressu” laugardaginn 17.mars kl. 15.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum og eru allir áhugasamir boðnir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni verða sýnd verk sem félagsmenn hafa unnið á námskeiði hjá Elvu Hreiðarsdóttur á þessum vetri. Verkin eru unnin með óhefðbundnum grafíkaðferðum (painterly print) þar sem hugmyndaauðgi og sköpunargleði fá að njóta sín. Þeir átta félagsmenn sem sýna verk sín að þessu sinni eru: Bjarnveig Björnsdóttir, Halla Harðardóttir, Hermann Árnason, Ögmundur Sæmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Jóhanna Þórarinsdóttir, Unnur Karlsdóttir og Hafdís Hilmarsdóttir.
Sýningin er samstarfsverkefni Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ og Listasafns Reykjanesbæjar og stendur til sunnudagsins 15.apríl. Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12.00-17.00 og ókeypis aðgangur er á sýninguna.