TILEINKUN - sýningin kvödd með sýningarstjórum
Þriðjudagur, 13. febrúar 2024
Sýningarstjórarnir Anna Hallin, Olga Bergmann og Guðrún Vera Hjartardóttir tileinka sýninguna minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur vinkonu þeirra og samferðakonu í myndlistinni.
Innblástur og hugmyndir geta birst manni í ýmsum myndum og úr ólíkum áttum en hugmyndin að þessari sýningu spratt úr draumi sem einum sýningarstjóra dreymdi um rauða litinn sem Valgerður notaði í fjölda verka sinna. Það má segja að þessi sýning sé ávöxtur þessa draums.
Sýningarstjórarnir völdu átta listamenn á stefnumót við verk Valgerðar og með því vildu þær búa til samhengi – tvinna saman ákveðna frásögn og samtal við aðrar sterkar listakonur af ólíkum kynslóðum.
Listakonurnar eru Brák Jónsdóttir, Hildur Henrýsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Inga Svala Þórdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Rakel McMahon, Rósa Sigrún Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir.
Tileinkun er styrkt af Safnasjóði og Myndlistarsjóði.
Sýningin stendur til og með 13. febrúar 2024.