Sýningu Finns Arnars, FERÐ, lýkur á sunnudag
Þá lýkur brátt fyrstu vídeósýningu Listasasafnsins sem er sýning Finns Arnars, FERÐ, en hún stendur til 21. desember. Finnur Arnar var með mjög áhugaverða leiðsögn um sýninguna laugardaginn 13. desember, þar sem hann stiklaði á stóru yfir feril sinn með glærukynningu.
Við hvetjum þá sem enn eiga eftir að sjá sýninguna til að bregða undir sig betri fætinum og líta við hjá okkur. Í Duushúsum er margt fleira að skoða m.a. nýja sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar, Þyrping verður að þorpi, í nýuppgerðu Bryggjuhúsi frá 1877.
Verið velkomin og við minnum á að aðgangur er ókeypis.