Sýningalok

Á sunnudag lýkur sýningunni Hjartastaður sem samanstendur af málverkum af Þingvöllum eftir marga af helstu myndlistarmönnum 20. aldar. Sýningin er framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018.  Af þessu tilefni veltum við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar. Myndefni á sýningunni tengist allt Þingvöllum með einum eða öðrum hætti og koma öll verkin úr einkasafni Sverris Kristinssonar.

Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri fjallar um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlistarmenn og Birgir Hermannsson, lektor við Háskóla Íslands, greinir frá tengslum íslenskrar þjóðmenningar og Þingvalla.

Í Stofu lýkur sýningunni „Undir pressu“ sem er samsýning nokkurra félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Verkin voru unnin með með óhefðbundnum grafíkaðferðum (painterly print) undir leiðsögn listakonunnar Elvu Hreiðarsdóttur.  

Ókeypis aðgangur er á sýninguna um helgina og opið er alla daga frá kl. 12-17.

Gallery - Hjartastaður