Sumarsýning í bíósal
Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Góð þátttaka var um sýningarpláss, 18 einstaklingar sóttu um og af þeim voru 4 valdir til þess að sýna á tveimur samsýningum.
Fyrri myndlistarsýningin af tveimur stendur frá 12. júní til 11. júlí 2021 og er samsýning Jacek Karaczyn og Rakelar Steinþórsdóttur.
Jacek Karaczyn
Jacek Karaczyn - er fæddur í Kraków árið 1986. Hann útskrifaðist frá Krakow Academy of Fine Arts, Jan Matejko, úr myndlistadeild með áherslu á málverk og teikningu hjá prófessor Adam Wsiołkowski. Jacek Karaczyn sérhæfir sig í hefðbundnu málverki, veggmyndum og teikningu, þá er hugtakaheimur myndlistarinnar honum hugleikinn. Listamaðurinn vann í nokkur ár við módelgerð og hefur sérhæft sig í að gera módel af frægum byggingum og hlutum. Hann hefur einnig starfrækt teikniskóla sem aðstoðar nemendur við að undirbúa sig fyrir inntökupróf í myndlistaakademíur.
Á Íslandi vinnur Jacek Karaczyn mest að teikningum sem sækja innblástur í Íslenska náttúru, þjóðtrú og goðafræði. Listamaðurinn reynir að sýna landið frá sjónarhóli barns og í þeim tilgangi miðlar Jacek ævintýrum sonar síns. Myndverkin eru öll unnin með hefðbundinni tækni, blýants og kolateikningar. Jacek Karaczyn býr og starfar í Reykjanesbæ.
EN//
Jacek Karaczyn - born in 1986 in Kraków. He is a graduate of the Krakow Academy of Fine Arts. Jan Matejko. He graduated from the Faculty of Painting in the studio of prof. Adam Wsiołkowski. He specializes in traditional painting, wall painting, narrative drawing and art concept. For several years he worked in the renowned company Brulo mock-ups, making and co-creating models of famous objects, sculptures, spatial advertisements and museum arrangements. He was also involved in the renovation of monuments. He ran a drawing school preparing future students for entrance exams.
In Iceland, he makes drawings inspired by nature, mysticism and mythology. He tries to show this country from a child's perspective and a certain naivety, inspired by the reactions and adventures of his son. The works are carried out in the classic drawing technique with the use of charcoal, pencil.
Rakel Steinþórsdóttir
Rakel er fædd og uppalin á Íslandi, hefur búið i Ameríku og Austurríki, er býr og starfar nú á Íslandi. Rakel notar Akrýl á striga og er hennar stíll Abstrakt expressjónismi. Hún mixar spaða pensil og dripping tækni i verkum sinum.
1996 Módel námskeið myndlistaskóla Reykjavíkur
1997 Málun námskeið Sossa og Samsýning nemanda
2006 Sýning ljósanótt
2007 Sýning Ljósanótt
2008 sýning B5 Rvk
2008 Sýning Ljósanótt
2009 Sýning Ljósanótt
2010 Texas sýning
2011 Sýning Ljósanótt
2011 Sýning Ráðhús Rvk kaffihús
2012 Sýning Ljósanótt
2013 sýning Linz Austurríki
2014 Samsýning Ljósanótt
2020 Sýning Hannesarholt samsýning