Sólveig Aðalsteinsdóttir

Nafn

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Ferilskrá

Sólveig (f. 1955 í Reykjavík) hefur síðustu ár aðallega unnið með teikningu, ljósmyndir og þrívíð verk úr ýmsum efnum.  Í verkum sínum vinnur Sólveig gjarnan með skrásetningar á stað og stund.  Skoðun á tíma og takti hins hversdagslega lífs þar sem mörk hins innri og ytri veruleika eru ekki  ljós. Teikningar hennar eru oft rannsókn á byggingum eða manngerðum fyrirbærum, þar sem unnið er með hlutföll og mælingar.

Sólveig lærði í Myndlista- og handíðaskóla Ísl (1974 - 1978 ) og fór í framhaldsnám til N.Y og Hollands.  Meðfram myndlistarsköpun sinni hefur hún ætíð fengist við kennslu, aðallega í Myndlistaskólanum Í  Reykjavík. Frá 1980 hefur Sólveig sýnt myndlist sína á fjölmörgum einka- og samsýningum hérlendis og erlendis.

Myndlistarverk eftir Sólveigu eru í eigu m.a Listasafns Ísland, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns ASÍ og fleiri stofnana. Útilistaverkið Streymi tímans var afhjúpað árið 2012, það er staðsett í  Reykjavík.