Söfnin loka en miðlun heldur áfram
Í ljósi hertra samkomutakmarkana, þar sem einungis er gert ráð fyrir að 10 manns megi koma saman
er sýnt að Bókasafn Reykjanesbæjar, Duus Safnahús og Rokksafn Íslands neyðast til að loka á meðan
takmarkanirnar gilda. Lokanir taka gildi á morgun, laugardag 31.október, og gert er ráð fyrir að þær
gildi til og með 17. nóvember nema ef breytingar verða á reglum. Áfram verður hægt að skila bókum í
bókalúgu á Bókasafni og ekki verður sektað fyrir bækur sem hafa skiladag á umræddu tímabili.
Á meðan þessu stendur hvetjum við íbúa til að fylgjast með starfsemi safnanna á vef- og
samfélagsmiðlum þeirra en bókasafn, byggðasafn, listasafn, rokksafn og Skessan í hellinum munu öll
leita leiða til að halda uppi rafrænni starfsemi á meðan aðrar leiðir eru ekki færar.
Stöndum saman og munum að við erum öll almannavarnir.