Sjálfsagðir hlutir

Sýningin Sjálfsagðir hlutir kemur frá Hönnunarsafni Íslands og fjallar um þekkta hluti úr hönnunarsögunni. Tilgangur sýningarinnar er að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni  eru sýndir nokkrir af þeim hlutum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf þegar við virðum þá fyrir okkur í dag. 

Sýningarstjóri er Þóra Sigurbjörnsdóttir.