Silvia Björg - Frjósemi. Sumarsýning í Bíósal 2023

Silvia Björg sýnir „Frjósemi” á sumarsýningu 2023 í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar. 

Opnun sýningarinnar er laugardaginn 3. júní kl. 14:00 - 16:00. Sýningin stendur til og með mánudagsins 7. ágúst 2023.

 

Flæðandi form, ummyndun glóandi hrauns í fast hraunlendi sem verndar fræ framtíðarinnar. Brothætt, en varin af mýkt mosa og fléttna...meðal greina lyngsins og innan þangsins, og bíða þess að lífið kvikni aftur.

Þessi röð veggskúlptúra er hluti af listrænu verkefni sem listakonan kallar „Frjósemi“ og hóf að vinna árið 2011.

 

Útgangspunkturinn eru minningar um náttúrulegt umhverfi, myndir sem festust í minni Silviu eftir dvöl úti í náttúrunni.

Fuglar verpa og það er mjög algengt að finna hreiður meðal steina og gróðurs. Mengun ágerist og meðal annarra sjávardýra hafa fuglar orðið fyrir alvaralegum áhrifum...þetta er ákall hennar til að vekja athygli á þessum veruleika.

Listakonan teflir saman náttúrulegum efnum og gerviefnum, hún lítur á að samsetning þeirra sé nauðsynleg til að sýna óvissuna milli þess sem er raunverulegt og þess sem er gervi.

Hringurinn táknar uppruna og örlög, hann táknar eilífa hringrás lífsins. Hringurinn er líka formið sem hún kýs til að „vernda” hreiðrið. En þó að hreiður séu á jörðu niðri og eggin séu brothætt, þá eru þau vernduð í felulituðu umhverfi sínu.

Það sem augu Silviu nema á láréttu plani, flytur hún yfir á lóðrétt plan í augnhæð. Þannig sér áhorfandinn myndina frá nýjum sjónarhóli. Náttúrulega umhverfið, sem við mennirnir erum hluti af, krefst virðingar sem glataðist fyrir löngu. Við skulum gæta vel að hvar við göngum og menga ekki uppsprettu lífsins.

Listakonan er þverfaglegur myndlistarmaður sem meðal annars hefur unnið við málverk, skúlptúr og myndskreytingu, stafræna ljósmyndun, innsetningar og skartgripi. Hún notar mismunandi tækni til að endurspegla sína persónulegu heimsmynd.

                  

Silvia Björg                        

Myndlistarkonan Silvia Björg er spænsk-íslensk. Hún stundaði myndlistarnám í fimm ár í Listaháskóla í Vigó á Spáni og útskrifaðist árið 2005 með Mastersgráðu í höggmyndalist og menntun í sjónlistarkennslu við framhaldsskóla frá Háskólanum í Santiago de Compostela á Spáni. Hún lærði skartgripahönnun og gullsmíði í sex ár hjá List- og Hönnunarskóla í Santiago de Compostela og vann á eigin verkstæði á Spáni. Silvia hefur haldið einka- og samsýningar bæði á Íslandi og á Spáni og verk hennar má finna í opinberum og einkasöfnum í Bandaríkjunum, Lúxemborg, Haítí, Dominíska Líðveldinu, Spáni og Íslandi. Náttúran hefur verið sterkur áhrifavaldur í allri list Silvíu.

 

Stefna listamansins:

Frá þverfaglegu, sjónrænu sjónarhorni vekur Silvia Björg athygli á siðferðilegum spurningum og fagurfræðilegri samhjálp, með því að nota „íhugun”, svipað og gert var á tíma Rómantíkinnar, sem endurspeglaði hið háleita, en frá greiningarlegur sjónarmiði og byggist á hugleiðingum þar sem dvöl í náttúrunni er fagurfræðileg iðkun og leið til að byggja upp landslag.

Náttúrulegum lífrænum efnum eru blandað saman við gervi frumefni, til umhugsunar um óafturkræfar aðgerðir mannfólksins. Listakonan er einnig innblásin af því að lifa og upplifa náttúruna. Mismunandi verk skrá þannig ummerki um líkamlegt, andleg og vitsmunalegt ferðalag. Í gagnrýninni og fagurfræðileg könnun landlagsins vekur hún athygli á náttúrunni og kveikir hugleiðingar úr frá mikilli ástúð sinni á Móður Jörð.