Sigurður Guðmundsson
Nafn
Sigurður Guðmundsson
Ferilskrá
Fæddur 1942
Sigurður Guðmundsson hóf listrænan feril sinn á sjöunda áratugnum. Hann er meðal kunnustu listamanna Íslands á alþjóðlegum vettvangi og hefur dvalið og starfað jöfnum höndum í Hollandi, Íslandi, Svíþjóð og á síðustu árum í Xiamen og Peking í Kína. Verk hans hafa verið sýnd í flestum stórborgum Evrópu og víða er að finna stórar höggmyndir eftir hann í opnu rými á Norðurlöndum og Mið-Evrópu.
Heimild: Listasafn Reykjavíkur