Sigurbjörn Jónsson

Akureyri, Reykjavík, New York? Hvaðan kemur innblásturinn? Í fingrunum liggja minningar og upplifanir túlkaðar með litum á striga. Merkingin verður ljós í þróun málverksins sem að lokum finnur sitt endnalega form. Óræður, blár flötur á striga-Pollurinn-Tjörnin, hafið eða Hudson fljótið? Hvaðan kemur djassaður takturinn sem ómar frá þöglu málverkinu? Liturinn, formið, rýmið, situr eftir á striganum þótt lagið sé gleymt. Akureyri, Reykjavík, New York sama sól, sama tungli, sami sjór. Málverkið ferðast yfir landamæri vegabréfalaust.  Sigurbjörn Jónsson komst snemma að því að áhugaverðustu spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir, eru þær sem ekki eru auðvelt að svara.  Hann sér stærstu möguleikana í flóknustu ógöngum málverksins; rými og ljósi.  Rými er ekki til-málverkið er flatur ferhyrningur.  Ljós er ekki til-málverkið þarfnast lýsingar til að sjást.  Það er samt þessi óhöndlanleiki sem gerir málverkið svo vel til þess fallið að eiga við hina óhugsanlegu og að því er virðist, ómögulegu hluta lífsins.  Í nýlegum verkum Sigurbjörns, hvort sem áhrif koma frá djasstónlist, skáhöllu morgunljósi á fjallshlíð, götumynd frá miðausturlöndum, þá er innihald málverkanna alltaf sjálfur kjarni málverksins.

Úr sýningarbæklingi eftir Sif Gunnarsdóttur.