Síðasta sýningarhelgi og spjall um sýningu Erlings Jónssonar
Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt fjölskyldumeðlimum Erlings, Jóni Guðmari Jónssyni og Ásgeiri Erlingssyni, taka á móti gestum klukkan 15:00, sunnudaginn 18. ágúst. Þrenningin mun eiga létt spjall við gesti safnsins um líf og list Erlings Jónssonar listamanns.
Verið velkomin, aðgangur ókeypis.