Síðasta sýningarhelgi: Huglendur og Ferðalangur
Sunnudagur, 5. janúar 2025
Listamaðurinn Bjarni Sigurbjörnsson verður á staðnum síðasta sýningardag og tekur á móti gestum á sýningu sinni Huglendur, sunnudaginn 5. janúar milli kl. 15:00-17:00.
Listasafn Reykjanesbæjar óskar öllum gleðilegs nýs árs og minnir á síðustu sýningarhelgi sýninganna Ferðalangur - Kristinn Már Pálmason og Huglendur - Bjarni Sigurbjörnsson.
Ferðalangur – Kristinn Már Pálmason
Sýningin er ferðalag um myndlistarferil Kristins Más Pálmasonar, en meirihluti verkanna er gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar.
Myndverk Kristins takast á við frumspekilega brotakennda hugmynd skynseminnar um skapara heimsins, þar sem hvert tákn er sjálfstæð eining með sitt eigið þyngdarafl og sinn sérstæða lofthjúp.
Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir.
Huglendur - Bjarni Sigurbjörnsson
Fyrir Bjarna Sigurbjörnsson er myndflöturinn auðn sem þarf að kveikja til lífs og merkingar. Með pentskúfi, en án fyrirhyggju, markar hann fyrir striki eða stroku; sérhvert þessara ummerkja er vitnsburður um líkamlegt inngrip hans í veruleika myndflatarins, ekki tilraun til að draga upp „mynd“ af einhverju sem við teljum okkur þekkja í raunheimi.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Sýningarnar eru styrktar af Safnasjóði og Stapaprenti.
Huglendur og Ferðalangur standa til 5. janúar 2025.
Ljósmynd: Vigfús Birgisson.