Rauðvínsjóga

Laugardagur, 3. september 2022

Listasafn Reykjanesbæjar býður upp á rauðvínsjóga í tilefni Ljósanætur!
 
Rauðvínsjóga er rólegt jóga sem hentar öllum 20 ára og eldri sem drekka rauðvín, nú eða finnst lyktin af því vera góð.
 
Af hverju rauðvín og jóga? Rauðvín gott! Jóga gott! Bara af hverju ekki?
 
Tíminn verður frekar rólegur og ættu allir, sama í hvernig formi þeir eru, að geta verið með. Í venjulegum jógatíma gerir hver og einn eins og hann getur, þessi tími er alls ekkert öðruvísi nema við höfum smá rauðvínsdreitil um hönd sem gerir þetta að skemmtilegri upplifun.
 
Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir kennir tímann en hún hefur haldið rauðvínsjóga fyrir hópa síðan á Menningarnótt 2019 þar sem þetta var fyrst haldið í Listasafni Íslands. Jóna Dögg er með yfir 600 klukkustundir af jóganámi að baki og lærði meðal annars á Indlandi og Spáni. Jóna Dögg hélt líka nýverið metal og whiskey yoga á Eistnaflugi 2022 við góðar undirtektir.
 
Nánar um viðburðinn:
Staðsetning: Listasafn Reykjanesbæjar
Dagsetning: 3. september 2022
Tími: kl. 12:00
Tíminn er ca. 45 mínútur og aðeins 20 manns komast að.

Engin þörf á að mæta með neitt með sér, jógadýnur og rauðvín á staðnum. Bara að mæta í þægilegum fatnaði með góða skapið.

Eitt rauðvínsglas fylgir hverri dýnu.
 
Sjáumst hress á dýnunni!
Namaste.