Opnunarhóf - Afbygging stóriðju í Helguvík

Laugardagur, 9. mars 2024

Opnunarhóf fyrir sýninguna, Afbygging stóriðju í Helguvík með listamannateyminu Libiu Castro & Ólafi Ólafssyni, verður haldið laugardaginn 9. mars kl. 14:00.
 
Listasafn Reykjanesbæjar býður öll velkomin á sýninguna, Afbygging stóriðju í Helguvík, sem er verk í vinnslu og unnið í samstarfi og samtali Libiu & Ólafs við Töfrateymið, Andstæðinga stóriðju í Helguvík, aðra umhverfisverndarsinna, hagfræðing, íbúa Reykjanesbæjar og nærsamfélaga og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist.
 
Við mælum með því að fólk komi oftar en einu sinni yfir sýningartímann og taki þátt í samtalinu.
 
Sýningin er styrkt af Safnasjóði. Listamennirnir eru styrktir af Myndlistarsjóði og Myndstef.
 
Afbygging stóriðjunnar í Helguvík stendur til sunnudagsins 28. apríl 2024.
 
Libia Castro & Ólafur Ólafsson hófu samstarf sitt í Hollandi árið 1997. Þau vinna þverfagleg samvinnuverkefni; með vídeó, ljósmyndun, hljóðskúlptúr og margmiðlunar innsetningar. Libia & Ólafur fóru fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn árið 2011. Þau hafa sýnt verk sín í almannarýmum í ólíkum borgum víða um Evrópu og haldið einkasýningar um heim allan.
 
Jonatan Habib Engqvist er alþjóðlegur sýningarstjóri og höfundur. Frá 2021 hefur hann starfað sem ritstjóri Ord&Bild.
 
//
 
Opening party for the exhibition, Deconstruction of Heavy Industry in Helguvík by the artist team Libia Castro & Ólafur Ólafsson will be on Saturday March 9, at 2 pm.
 
The Reykjanes Art Museum is pleased to announce and welcome all to the exhibition and project in process, Deconstruction of Heavy Industry in Helguvík by the artists Libia Castro & Ólafur Ólafsson and The Magic Team in dialogue and collaboration with the local activist group Opponents of Heavy Industry in Helguvík, other environmental activists, economists, people living in and around Reykjanesbær, and curator Jonatan Habib Engqvist.
 
We recommend guests to visit more than once and participate in the dialogue.
 
The exhibition is sponsored by the Museum Council of Iceland. The artists are sponsored by The Icelandic Visual Arts Council and The Icelandic Visual Art Copyright Association.
 
Deconstruction of Heavy Industry in Helguvík will run until Sunday April 28, 2024.
 
Libia Castro & Ólafur Ólafsson started their collaboration in the Netherlands in 1997. Their works are collaborative and interdisciplinary; they work with video, photography, audio sculpture and multimedia installations, performance and interventions. Libia & Ólafur represented the Icelandic Pavilion at the 54th Biennale di Venezia (2011). They have presented their works in the public space in different cities across Europe and have exhibited solo shows at various venues around the globe.
 
Jonatan Habib Engqvist is an internationally active curator and author. From 2021 editor of Ord&Bild.
 

Gallery - Afbygging stóriðjunnar í Helguvík