Opnun sýningarinnar Áfallalandslag

Það var fjölmennt og skemmtilegt við opnun sýningarinnar Áfallalandslags í Listasafni Reykjanesbæjar Föstudaginn 4. September. 
Listamenn Áfallalandslags, eru: Halldór Ásgeirsson, Rannveig jónsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Gjörningaklúbburinn sem samanstendur af þeim Jóní Jónsdóttir og Eirúnu Sigurðardóttir.
 
Ljósmyndari og tæknimaður: Dagur Jóhannsson
 
Áfallalandslag er sýning sem ætlað er að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýninginn er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni.
 
 
 

Gallery - Opnun Áfallalandslag