Ólöf Helga Helgadóttir
Nafn
Ólöf Helga Helgadóttir
Ferilskrá
Ólöf Helga (f. 1972) útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og MFA-gráðu í myndlist frá Slade School of Fine Art í London 2010. Þar áður, árið 2001, stundaði hún nám við Kvikmyndaskóla Íslands.
Í verkum sínum ýtir Ólöf hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg.
Hún á að baki nokkrar einkasýningar og fjölmargar samsýningar, m.a. Sturtan í Veður og Vindur / Wind and Weather Window Gallery, Hvíta svítan í Galleri CC (Malmö), Blýanturinn fljúgandi í Týsgalleríi, Í drögum í Listasafni Akureyrar, Mörk í Listasafni Árnesinga og Hola í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Ólöf býr og starfar á Siglufirði.