SAMSPIL, Færeysk og Íslensk mynd- og tónlist á Suðurnesjum og Þórshöfn í Færeyjum
Í Bíósal verður spennandi sýning á verkum tveggja listmálara, Birgit Kirke sem kemur frá Þórshöfn í Færeyjum
og Sossu, listamanns Keflavíkur 1987. Sýningin er hluti af þriggja sýninga röð en auk þess að sýna á Ljósanótt
sýndu þær í Þórshöfn í Færeyjum í vor og sýna í Grindavík vorið 2014.
Af sama tilefni verður einnig boðið upp á færeyska og íslenska tónlist en tónlistarmennirnir Gunnar Þórðarson
frá Keflavík og Stanley Samuelsson frá Þórshöfn munu leika við opnun sýningarinnar og fleiri sýninga sem
opna í Duushúsum þennan dag kl. 18:00.