Natsuki Tamura & Halldór Lárusson

Sunnudagur, 9. október 2022

Sunnudaginn 9. október klukkan 14:00 mun japanski listamaðurinn Natsuki Tamura og Halldór Lárusson tónlistarmaður, fremja tónlistagjörning í innsetningu Roth barsins á Listasafni Reykjanesbæjar.


Natsuki hefur komið fram víða um heim og gerir raftónlist ásamt að leika á hljóðfæri eins og Shakuhachi, Didgeridoo o.fl. Hann er einnig búninga og skartgripahönnuður sem og myndlistarmaður og eru performansar hans ætið skrautlegir og skemmtilegir hvað útlit varðar.


Halldór Lárusson er skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, ásamt því að reka frægan djass klúbb á Suðurnesjum. Halldór hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina sem mynda ólíkan hljóðheim.


Ókeypis er inn á viðburðinn og hvetur Listasafn Reykjanesbæjar, alla til að koma og upplifa einstakan viðburð.