Mín eigin jörð

Sýningin “Mín eigin jörð” verður opnuð í Gryfjunni í Duus Safnahúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt, nánar tiltekið fimmtudaginn 1.september kl. 18.00.  Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig verður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. 

Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn.  Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd.  Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k.