Listamannaspjall: Ráðhildur Ingadóttir

Laugardaginn 27. nóvember kl. 14:00 ætlar Ráðhildur Ingadóttir að ræða við gesti um verkið Iður / Vortex, sem er á sýningunni Skrápur / SecondSkin. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Listasafn Reykjanesbæjar kynnir sýninguna Skrápur, með Ráðhildi Ingadóttur og Igor Antić. Sýningin fjallar um flótta og tilfærslur þjóða í heiminum. Nafnið Skrápur vísar í skjól sem líkaminn býr til sjálfur yfir tíma, fyrir utanaðkomandi áreiti. Einnig vísar orðið í skráp sem manneskjan kemur sér upp huga sínum til varnar.
Báðir listamennirnir hafa gert málefni þjóðaflótta og átaka sem af því hlýst að umfjöllunarefni í fyrri sýningum.

Sýningin stendur til og með 30. janúar 2022.

Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar.

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.


Ráðhildur Ingadóttir (1959) vinnur með ákveðna hugmyndafræði í verkum sínum sem hún útfærir í marga miðla; texta, teikningu, málun, skúlptúr og myndbönd, og er framsetning þeirra jafnan í margslungnum innsetningum.
Ráðhildur hefur haldið margar einkasýningar, sú fyrsta var í Nýlistasafninu árið 1986, og verið valin til þátttöku á samsýningar bæði hér á landi og víða um Evrópu. Verk eftir hana eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Nýlistasafnsins. Ráðhildur hefur unnið víðs vegar sem sýningarstjóri, árin 2013 og 2014 hlaut hún heiðursstöðu sem listrænn stjórnandi Skaftfells - miðstöðvar myndlistar á Austurlandi.
Ráðhildur stundaði nám í myndlist á Englandi 1981–1986, við Emerson College in Sussex og St. Albans College of Art and Design. Hún var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, 1992–2002, og einnig gestakennari við Konunglegu myndlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Ráðhildur var í stjórn Nýlistasafnsins 2000–2002. Hún hefur hlotið hin ýmsu starfslaun og styrki bæði á Íslandi og í Danmörku. Ráðhildur er fædd í Reykjavík, hún býr og starfar í Kaupmannahöfn og Seyðisfirði.


EN//

Saturday 27th of November at 2pm; Ráðhildur Ingadóttir will talk with guests about her work Vortex, that is on display in the exhibition SecondSkin. Admission is free and everyone is welcome.


Reykjanes Art Museum presents the exhibition SecondSkin with Ráðhildur Ingadóttir and Igor Antić. The exhibition tackles refugees and migration of people in the world. The title SecondSkin refers to the shelter that the body creates over time from external aggravation. The word also refers to the thick skin people develop mentally as a defence.
Both artists have discussed human displacement and conflict in their earlier works and exhibitions. 

The exhibition is open until 30 January 2022.

Curated by Helga Þórsdóttir, museum director of Reykjanes Art Museum.

The exhibition is sponsored by the Visual Arts Fund.


Ráðhildur Ingadóttir (1959) works within a particular ideology in her works that she implements in various media; text, drawing, painting, sculpture, and video, often presented in multi-layered installations.
Ráðhildur has held numerous solo exhibitions, the first was in the Living Art Museum in 1986, and she has been asked to participate in group exhibitions both in Iceland and all over Europe. Works by Ráðhildur are in the collections of the National Gallery of Iceland, Reykjavik Art Museum, and the Living Art Museum. Ráðhildur has also curated several exhibitions and in 2013 and 2014 she was awarded an honorary position as the artistic director of Skaftafell – centre of visual art in East Iceland.
Ráðhildur studied fine art in England from 1981 to 1986 at Emerson College in Sussex and St Albans College of Art and Design. She was a part-time lecturer at the Icelandic College of Arts and Crafts and the Iceland Academy of the Arts from 1992-2002, in addition to being a guest teaches at the Royal Academy of Fine Art in Copenhagen. Ráðhildur was on the board for the Living Art Museum from 2000 to 2002. She has received various stipends and grants both in Iceland and in Denmark. Ráðhildur is born in Reykjavik but splits her time between Copenhagen and Seyðisfjörður.

Gallery - Skrápur/SecondSkin