Listamannaspjall með Ósk Vilhjálmsdóttur kemur út 11. Janúar
Við munum birta viðtal við Ósk Vilhjálmsdóttur þann 11. Janúar næstkomandi.
Ósk tók þátt í haustsýningu safnsins, Áfallalandslag en hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verið valin til þess að sýna á samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur í listsköpun sinni enn fremur unnið með náttúruvernd og samskipti mannsins og náttúrunnar, þar sem Ósk virkjar þátttöku áhorfandans og skapar umræðuvettvang.
Þið getið hlustað á hlaðvarp Listasafns Reykjanesbæjar með öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einnig getið þið horft á þættina okkar á Youtube og Facebook.