Listamannaspjall með Gjörningaklúbbnum

Við áttum fróðlegt og skemmtilegt samtal við Eirúnu og Jóní úr Gjörningaklúbbnum.
Gjörningaklúbburinn var stofnaður árið 1996 og er nú skipaður þeim Eirúnu Sigurðardóttur (f. 1971) og Jóní Jónsdóttur (f. 1972). Gjörningaklúbburinn fær innblástur úr fjölbreyttri átt og útfærir hugmyndir sínar í margskonar miðla, ásamt því að vinna þvert á listgreinar og í samstarfi við aðra. Í verkum Gjörningaklúbbsins má einnig finna femínískar áherslur, vísanir í hlutverk konunnar, þær byggja gjarnan á handverki sem tengjast heimi kvenna. Þá hefur Gjörningaklúbburinn einnig unnið út frá sköpunarkraftinum og náttúrunni á pólitískan hátt.
 

Gallery - Listamannaspjall með Gjörningaklúbbnum