Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson

Vegna slæmra veðurskilyrða hefur verið ákveðið að fresta viðburðinum um viku, ný dagsetning er 29. janúar kl. 14:00.
Listasafn Reykjanesbæjar vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta en aðgangur er ókeypis.
 
Sunnudaginn 29. janúar kl. 14:00 verður listamaðurinn Guðrún Gunnarsdóttir með listamannaspjall um einkasýningu sína Línur, flækjur og allskonar. Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri mun leiða spjallið með Guðrúnu og ræða við sýningargesti.
 
Línur, flækjur og allskonar
Guðrún Gunnarsdóttir er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem einkenna myndlist hennar í dag.
Þráðlist eins og sú sem Guðrún Gunnarsdóttir ástundar er ótvírætt þrívíddarlist í klassískum skilningi, þótt listakonan gangi í berhögg við ýmsar siðvenjur sem fylgt hafa slíkri list frá örófi alda. Til að mynda hirðir hún ekki um að setja verk sín á stalla, og þar með bæði upphefja þau og staðsetja utan seilingar. Þess í stað fá þau að leika lausum hala í námunda við okkur, hanga ofan úr lofti, fikra sig ofur varlega upp og niður veggi, eða mynda smágerðar lífrænar einingar niður við fótskör. Og í stað þess að kalla á athygli, eins og stallsettir skúlptúrar óneitanlega gera, eru verk Guðrúnar gerð til að birtast okkur eins og fyrir tilviljun, jafnvel koma þægilega á óvart, ekki ósvipað og ljóðlínur með óvæntu niðurlagi.
 
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Línur, flækjur og allskonar er styrkt af myndlistarsjóði.
Sýningin stendur til og með 5. mars 2023.
 
---
 
Línur, flækjur og allskonar, Guðrún Gunnarsdóttir.
 
Guðrún Gunnarsdóttir is a pioneer in the field of filament art and her exhibition gives a overview of the artists development from the textile art of the 70s, to the three-dimensional work that characterizes her art practice today.
Filament art such as Guðrún Gunnarsdóttir practices is undeniably three-dimensional art in a classic sense, even though the artist does go against various conventions associated with such art from the beginning of time. For instance, she does not care to place her works on a pedestal, thereby elevating them and placing them out of reach. Instead, she lets them run amuck around us, hang from the ceiling, carefully inch up and down walls, or form delicate organic units down by the foorboard. And instead of demanding attention, as sculptures on pedestals certainly do, Guðrún’s works are made to appear to us as if by coincident, even pleasantly surprising, not unlike verse with an unexpected punchline.
 
The curator is Aðalsteinn Ingólfsson.
The exhibition is sponsored by the Icelandic Visual Arts Fund.
The exhibition will be open until the 5th of March 2023.

Gallery - Línur, flækjur og allskonar