Listahátíð barna og ungmenna 2023

Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í sautjánda sinn í Duus Safnahúsum 22. apríl – 7. maí 2023.

Nemendur af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja opna sýningu í Bíósal fimmtudaginn 27. apríl kl. 15:00 og mun þeirra sýning standa til sunnudagsins 14. maí.
 
Formleg opnun með leikskólabörnum verður haldin 28. apríl.
 

Listahátíðin er hluti af BAUN, barna- og ungmennahátíð og er afrakstur fjölbreytts listastarfs nemenda úr öllum leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar og af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Í ár er yfirskrift sýningarinnar hjá leikskólabörnum Hreyfing, ljós og skuggar og er sýningin í Listasal. Í sýningu grunnskólanna fáum við að sjá brot af því besta úr verk- og listgreinastarfi vetrarins í Bátasal. Á sýningu Fjölbrautaskólans fáum við að sjá vel valin verk eftir útskriftarnemendur af listnámsbraut í Bíósal.

Komið við og sjáið sköpunargleði barna og ungmenna í Reykjanesbæ.