Listahátíð barna og ungmenna 2021

Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í fimmtánda sinn í Duus safnahúsum þann 6. maí – 24. maí 2021.

Listahátíðin samanstendur af fjölbreyttu listastarfi barna og ungmenna. Þátttakendur koma úr öllum leikskólum og  grunnskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Í ár verða listsýningarnar fjölbreyttar, leikskólabörn hafa unnið með þemað Dýr og verða verk þeirra sýnd í Listasal. Grunnskólarnir sýna brot af því besta úr listgreinastarfi vetrarins í Bátasal og nemendur listnámsbrautar FS setja upp samsýningu á verkum sínum í Bíósal.

Allir velkomnir, opið alla daga frá 12–17 og frítt inn.