List 365

List í 365 daga inniheldur verk eftir 365 listamenn

List 365, opnaði þann 5.12.2020 og mun standa til og með 21.12.2020.

List 365, er verkefni sem sprettur úr hugarheimi grafíska hönnuðarins Tim Junge og listakonunnar Lind Völundardóttur.
Tim er hollenskur og var einn af stofnendum listamannsrekins sýningastaðar í The Hague, sem enn er í rekstri.
List 365, er dagatal sem kynnir einn myndlistamann á dag, árið 2020 átti að vera þriðja útgáfuár List 365. Því miður komst dagatalið ekki í prentun þetta árið sökum Kórónu 19 vírusa.
Hugsunin á bakvið verkefnið er að kynna fyrir almenningi þá breiðu flóru listamanna sem eru að störfum á Íslandi. Skapandi einstaklingum alstaðar að og í kring um Ísland er boðin þátttaka og má þannig segja að verkefnið sé mjög lýðræðislegt og sýnir þá breidd sem er til staðar innan hinna skapandi stétta á Íslandi.


 
Hugsun safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar er að bjóða íbúum Reykjanesbæjar upp á fjölbreyttar sýningar, sem vekja áhuga út fyrir bæjarfélagið. Sýninginn er sölusýning og hafa þannig bæjarbúar aðgang að stórum myndlistamarkaði fyrir jólin, eins og íbúar Reykjavíkur. Jólamánuðurinn er uppskeruhátíð margra listgreinar og á það einnig við um myndlistinna, safnstjóri vill færa Reykjanesbæ eina af þeim uppskeruhátíðum sem nú eru í gangi um allt höfuðborgarsvæðið.
Það eru hundrað og átján þátttakendur sem sýna hjá Listasafni Reykjanesbæjar, í samstarfi við List 365, sumir þeirra eru mjög þekktir, en aðrir fást meira við sköpun sýna án mikillar sýningaþátttöku.

Þeir eru eftirfarandi:
Aðalbjörg Þórðardóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Arngunnur Ýr, Arnór Kári, Auður Vésteinsdóttir, Ásgeir Pétursson, Ásgeir Skúlason, Áslaug Jónsdóttir, Áslaug Thorlacius, Ásmundur Ásmundsson, Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Berglind Svavarsdóttir, Björg Atla, Borghildur Óskarsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Dagbjört Drífa Thorlacius, Dagný Guðmundsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Diðrik Jón Kristófersson (Nekron), Díana Júlíusdóttir, Drífa Líftóra Thoroddsen, Edda Þórey Kristfinnsson, Egill Prunner, Elín Anna Þórisdóttir, Elísabet Kristín Oddsdóttir, Erling T.V. Klingenberg, Erna Jónsdóttir, Finnur Arnar, Freyja Bergsveinsdóttir, Fríða Draumland, Gerður Guðmundsdóttir, Gígja Jónsdóttir, Greta S. Guðmundsdóttir, Gréta Hauksdóttir, Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, Guðlaug Geirsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Guðrún A. Tryggvadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Nielsen, Hadda Fjóla Reykdal, Hafdís Brandsdóttir, Hafdís Helgadóttir, Hafdís Pálína Ólafsdóttir, Halla Dögg Önnudóttir, Halldór Sturluson, Halldóra Emilsdóttir (Dóra Emils), Hanna Siv Bjarnardóttir, Hannes Lárusson, Harpa Einarsdóttir, Harpa Jónsdóttir, Heiðrún Sæmundsdóttir, Helga Nina Aas, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helgi Gíslason, Hildur Björnsdóttir, Hlín Reykdal, Hlynur Hallsson, Hrafn Andrés Harðarson, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hugo Poge, Hugrún Margrét Óladóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Inga Björk Andrésdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ingimar Ólafsson Waage, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jón Magnússon, Jón Sæmundur Auðarson, Jóna Bergdal, Jónatan Grétarsson, Jónína Björg Helgadóttir, Katrín Matthíasdóttir, Kristinn Már Pálmason, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Kristín Hálfdánardóttir, Kristín Pálmadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Kristín Tryggvadóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Laufey Johansen, Louise Harris, Maja Siska, María Kjartans, Mireya Samper, Norma E. Samúelsdóttir, Ólöf Björg Björnsdóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Jóhanns, Regina Magdalena Loftsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Sigríður Ella Frímannsdóttir, Sigríður Rut Hreinsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Silvia Björg, Snorri Ásmundsson, Sóley Stefánsdóttir, Steingrímur Dúi Másson, Steingrímur Eyfjörð, Steinunn Lilja Draumland, Steinunn Þórarinsdóttir, Stephen Lárus Stephen, Sveinn Steinar Benediktsson, Tumi Magnússon, Viktoría Buzukina, Þorbjörg Þórðardóttir, Þóra Gunnarsdóttir, Þura – Þuríður Sigurðardóttir, Þuríður Elfa Jónsdóttir