Leiðsögn um Hjartastað

Helgina 10. og 11. mars er Safnahelgi á Suðurnesjum haldin í 10. sinn en þá opna söfnin upp á gátt og bjóða ókeypis aðgang og fjölbreytta dagskrá. Af því tilefni verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna Hjartastaður í sýningarsal listasafnsins á sunnudag kl. 15. Sýningin samanstendur af Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar og var sett upp í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi. Hér veltum  við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar.

Myndefni á sýningunni tengist allt Þingvöllum með einum eða öðrum hætti og meðal höfundanna eru helstu listamenn Íslendinga  á tuttugustu öld. Sýningin stendur til 15.apríl n.k.

Sýningin og viðburðir tengdir henni eru framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018.

 

Gallery - Hjartastaður