Leiðsögn og listamannaspjall: Sporbaugur

Sunnudagur, 4. september 2022

Listasafn Reykjanesbæjar býður upp á leiðsögn og spjall um sýninguna Sporbaug, sunnudaginn 4. september. Leiðsögnin mun hefjast klukkan 14:00, þar munu listamennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth fjalla um sýninguna. Með listamönnunum mun listspekúlantinn Guðmundur Oddur Magnússon, sem þekktastur er undir nafninu Goddur og safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, Helga Þórsdóttir, einnig spjalla um sýninguna.

Gallery - Sporbaugur