Leiðsögn ljósmyndara um Iceland Defense Force - Ásbrú
Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum verður Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari, með leiðsögn um sýningu sína Iceland Defense Force - Ásbrú í sýningarsal safnsins í Duus Safnahúsum. Leiðsögnin verður sunnudaginn 13. mars kl. 15:00.
„Ára yfirgefinna staða“ er viðfangsefni Braga í myndröðinni. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2006-2016, flestar í kjölfar brottflutnings hersins árið 2006 og svo síðar á Ásbrú, eins og svæðið heitir núna.
Þá er gaman að geta þess að þennan sama dag kl. 14:00 verður Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, með leiðsögn um sýningu safnsins, Herinn sem kom og fór, en sýningin segir sögu rúmlega hálfrar aldar veru ameríska hersins á Keflavíkurflugvelli og hvað gerðist þegar stöðin lokaði og herinn fór.