Kristján Jónsson

Trúin á óhagganleg gildi og óhjákvæmilega framvindu hlutanna, sem var hrygglengja módernismans, hefur vikið fyrir margháttuðum samruna ólíkra kenningar og myndlistarlegra viðhorfa. Nútíðin er óvissuástand, óreglan er eina reglan. Mörg myndverk vorra tíma eru enndurspeglun þessa ástands. Þau koma okkur fyrir sjónir sm hálfköruð, síbreytileg og ofurviðkvæm. Þau gera engan greinarmund á svokölluðum veruleika hlutanna og sértæku myndmáli, hvorttveggja rennur saman og verður áfangi í leit listamannnsins að varanlgrir merkingu alls sem er. Leit Kristjáns Jónssonar listmálar er knúin áfram af vitundinni um eitthvað sem fyrir er, í málaralistinni útlokar einn pensildráttur annan.  Tómur strigi er ævinlega uppfullur með óendanlega möguleika.  Sérhver mynd á stirga segir því sögu allra þeirra mynda sem ekki rötuðu á strigann.  Leið Kristjáns framhjá þessari mótsögn er að búa sér til myndveröld á mörkum sköpunar og eyðingar, veru og óveru.  Minningar eru uppistaðan í malverkum hans, allt annað er óáreiðanlegt, minningar um menninguna sem felst í þeim griðarstöðum sem við gerum okkur, húsum og hreysum; einn þessarar staða er sjálft tungumálið.  En listamaðurinn afbyggir um leið og hann byggir, skilur eftir slitur hér og þar, lag ofan á lagi, sem bíða okkar eins og fjársjóðir undir gróðursælli mold.

Úr sýningarbæklingi eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing.