Köngla- og stjörnusmiðja með Gunnhildi Þórðardóttur
Fyrsta vinnustofan í nýstofnuðum krakkaklúbbi Listasafns Reykjanesbæjar verður haldin sunnudaginn 11. desember kl. 14:00.
Listasafn Reykjanesbæjar hefur tileinkað nýtt rými í anddyri safnsins undir listastarf barna.
Gunnhildur Þórðardóttir listamaður og kennari verður með skemmtilega sjálfbæra köngla- og stjörnusmiðju.
Köngla- og stjörnusmiðja gæti hentað börnum allt frá 3-9 ára en öllum er velkomið að vera með, líka mamma og pabbi!
Vinnustofur krakkaklúbbsins munu halda áfram einu sinni í mánuði fram á vor. Vinnustofurnar verða fjölbreyttar og kenndar af nýjum listamanni í hvert skipti.
Verið velkomin
Aðgangur ókeypis
Aðgangur ókeypis
Vinnustofur barna er styrkt af Safnasjóði