Karen Agnete Þórarinsson (1903 – 1992)

Nafn

Karen Agnete Þórarinsson (1903 – 1992)

Ferilskrá

Karen fæddist 28. desember árið 1903 í Kaupmannahöfn. Hún stundaði nám í Rannove's Tegneskole, Carla Collsmann's Malerskoler og Akademiet for de skönne Kunster í Kaupmannahöfn en þaðan brautskráðist hún árið 1929. Sama ár kom Karen til Íslands. Hún var búsett í Ásbyrgi í N.-Þingeyjarsýslu til ársins 1938 en eftir það í Reykjavík.

Karen ein hinna mörgu, dönsku kvenna sem fylgdu íslenskum eiginmönnum heim frá Kaupmannahöfn á fyrri hluta 20. aldar, eftir nám beggja við dönsku listaakademíuna. Eiginmaður Karenar var Sveinn Þórarinsson listmálari. Hún hreifst af landi og þjóð og næstu sex áratugina málaði hún og sýndi verk sín víða um land og varð virtur og vel þekktur málari. Þeir myndaflokkar sem hún sinnti hvað mest voru mannamyndir, náttúrustemmur og blóm og kyrralíf.

Það var ekki fyrr en listkonan var á áttugasta og fyrsta aldursári að fyrsta einkasýning hennar á Íslandi var haldin í Gallerí Borg í Reykjavík árið 1984. Þar sýndi hún þrettán olíumálverk sem unnin voru á árunum 1980–1984. Engu að síður átti hún að baki sex áratuga listferil þegar hún lést og því er lífsverkið umtalsvert.

Heimild: Listasafn Reykjavíkur