ICELAND DEFENSE FORCE – ÁSBRÚ

"Ára yfirgefinna staða"

Snemma árs 2015 hélt Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari, sýninguna „Varnarliðið“ í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar sýndi hannn myndir sem hann hafði tekið á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, stuttu eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu landið eftir 55 ára hersetu. Þar skráði Bragi Þór andrúmsloftið sem ríkti í yfirgefnum húsakynnum varnarliðsins, áður gegnsýrðum af bandarískum lífsmáta, nú mannlausum og framandi.

Þar sem Suðurnesjamenn voru í nánara sambandi við varnarliðið en flestir aðrir Íslendingar, þótti Listasafni Reykjanesbæjar ástæða til að setja upp nýja útgáfu af þessari sýningu Braga Þórs í Duus Safnahúsum í Keflavík, og féllst hann á að auka við myndröðina ljósmyndum af „framhaldslífinu“ á flugvallarsvæðinu, svipmyndum af lifnaðarháttum nýrra íbúa þar sem nú heitir að „Ásbrú“.

Í þessum ljósmyndum skrásetur Bragi Þór það sem sýningarstjóri, Aðalsteinn Ingólfsson, kallar „áru yfirgefinna staða“, hina þöglu nærveru horfinna einstaklinga úr öðrum menningarheimi, hverra daglega líf og örlög setja mark sitt á eyðilegar vistarverur og opinbera staði. Í framhaldinu sýnir hann hvernig ný kynslóð Íslendinga mótar þessa fyrrum útvarðastöð Bandaríkjamanna með sínum hætti.

Bragi Þór Jósefsson lauk námi í ljósmyndun frá Rochester Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 1987 og hóf í kjölfarið störf sem atvinnuljósmyndari. Hann hefur myndað fyrir fyrirtæki og einkaaðila, jafnt sem íslensk og erlend tímarit. Auk þess hefur hann haldið sýningar á ljósmyndum sínum, tekið þátt í samsýningum samtímaljósmyndara og komið að bókaútgáfu.

Sýningin „Iceland Defense Force – Ásbrú“ stendur frá 6. febrúar til 24. apríl og er í sýningarsal Listasafnsins í Duus Safnahúsum þar sem opið er alla daga frá 12.00-17.00.

 

"Ára yfirgefinna staða"

Í hugum flestra eru staðir oft og einatt tengdir atburðum í lífi þeirra, jafnvel  lífi þjóðar. Ef atburðirnir eru örlagaþrungnir eða átakanlegir er engu líkara en staðirnir öðlist hlutdeild í vitund okkar. Til dæmis er erfitt að lýsa – eða gleyma - þeim tilfinningum sem leita á þá sem ganga um svefnskálana í Auschwitz þar sem ekkert er að sjá nema auða bekki og rúmskrifli. Sömuleiðis eru þeir býsna hversdagslegir áhorfs – eiginlega  fullkomlega óáhugaverðir - vegakaflarnir í Derry-sýslu á Norður-Írlandi, þar sem menn voru iðulega vegnir og huslaðir fyrir þrjátíu árum; engu að síður er eins og  þessar „staðleysur“ varðveiti í sér eitthvað af ofsahræðslu og angist fórnarlambanna. Í mörgum verka sinna gefur Jóhannes Kjarval raunar til kynna að „merking“ staða  felist fyrst og fremst í því sem gerst hefur á þeim eða í námunda við þá í aldanna rás, því færir hann okkur ekki bara máluð fjöll, heldur einnig vangamyndir fólksins  sem býr undir fjöllunum, drög að sögu álfanna sem búa í fjöllunum, loks eigin litaspjald eða sígarettustubba  og eykur þannig  návist (og tilvist) sinni við sögu fjallanna sem um ræðir.

„Ára“ yfirgefinna staða er framar öðru viðfangsefni Braga  Þórs Jósefssonar ljósmyndara í myndröðinni sem hann tók innan í byggingum á Keflavíkurflugvelli í kjölfar brottflutnings hersins árið 2006. Ég geri ráð fyrir að fyrir flestum sé þessi „ára“ horfinna hermanna og aðstandendra þeirra fremur almenn, beri kannski með sér andrúm bandarískra lifnaðarhátta: iðju eins og keiluspil og hornabolta , „Happy Hours“ á skemmtistöðum lágtsettra og háttsettra, eða  verslunarferða  í PX-inu, að ógleymdum svita og tárum hermannalífsins. Fyrir okkur hin sem sóttum vinnu á Keflavíkurflugvelli vekja  myndir Braga Þórs hins vegar upp skýrar minningar um einstaklinga úr röðum bandarísku setuliðanna og lífsbaráttu þeirra, sem háð var  víðs vegar um flugvallarsvæðið.  Hamingja þeirra og vansæld setja enn mark á staðina þar sem þeir unnu og bjuggu, í eyðilegri loftskeytastöðinni ríkir enn andi kaldastríðs-vænisýki, hlátrasköll kampakátra hermanna á heimleið eru enn meitluð  inn í kámugt veggfóðrið á bjórstofunni og síðustu augnablik nokkurra þeirra eru enn varðveitt í yfirgefinni sjúkrastofu þar sem þeir háðu sín dauðastríð, óralangt frá heimkynnum sínum.

Mestan hluta þessara ljósmynda sýndi Bragi Þór í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir ári síðan. Í tilefni af því að áratugur er nú liðinn frá því „Iceland Defense Force“ hætti að vernda Íslendinga taldi Listasafn Reykjaness  að þessi sýning ætti sérstakt erindi við Suðurnesjamenn, sem tengdir voru  Keflavíkurflugvelli nánari böndum en flestir aðrir Íslendingar.  Bragi Þór féllst á að setja upp endurnýjaða útgáfu af sýningu sinni í safninu, með viðauka um hina nýju ásýnd flugvallarsvæðisins, „nýbúana“ sem nú setja  mark sitt á byggingarnar.

Aðalsteinn Ingólfsson                                    

ICELAND DEFENSE FORCE – ÁSBRÚ

The aura of abandonment

Most people tend to link places to significant events in their lives, even in the life of the nation. If these events are dramatic or tragic the places tend to persist in the memory. It is difficult to describe –or forget – the emotions that assail the visitor to the dormitories at the Auschwitz concentration camp, where there is literally nothing to see but empty bunk beds and bare benches. There is also nothing remarkable about the old roads in Derry county in Northern Ireland, where people were taken, executed and thrown into the undergrowth some thirty years ago, yet these „non-places“ are redolent with the desperation of those about to be shot. In many of his paintings Jóhannes Kjarval seems to indicate that the „meaning“ of natural places owes less to geology, geography or history than to all the events that have taken place on or around a place, be it a mountain or something else. Not only does he leave us with paintings of mountains, but adds to them a depiction of the farmers living in their vicinity, sketches of elves or other supernatural beings associated with the mountains, finally the outlines of his own palette or even his cigarette butts: thus he writes himself into the history of each mountain.

In his photographs of interiors on the American base at Keflavik in the wake of the unilateral decision of the Americans  to close down the facilities there in 2006, photographer Bragi Þór Jósefsson is really documenting what I would call the „aura“ of abandoned buildings. Many viewers will probably interpret this „aura“ in fairly general terms, sensing perhaps the absence of quintessential American activities such as bowling, baseball, „Happy Hours“ spent in the enlisted or officersʽ watering holes, shopping trips to the PX, as well as the evidence of the tribulations that come with navy discipline. Those of us who worked on the base at one time or another will undoubtedly think of the absence of particular American individuals and their enduring impact on their surroundings. Their happiness or unhappiness has left a residue in the places where they used to work, in the cold and futuristic radar facility one is still acutely aware of cold war paranoia, the raucous laughter of short-timers is still imprinted on the dirty wallpaper in the enlisted mensʽ club, and the last moments of those who died in Iceland, far away from home, are a part of the plaintive echo resounding around the walls of a stripped hospital room.

Bragi Þór Jósefson exhibited the bulk of his Keflavik photographs in the Reykjavik Museum of Photography over a year ago. On the occasion of the tenth anniversary of our „abandonment“ by the Americans, the Reykjanes Art Museum decided to mount another version of Jósefssonʽs show for the people of Reykjanes, who had closer ties with the base than other Icelanders. Jósefsson decided to add to his original brief a set of new photographs, documenting recent developments in the base are, now renamed Ásbrú,  in particular the presence of the new settlers who are now leaving their imprint on their surroundings.

Aðalsteinn Ingólfsson