Hughrif náttúrunnar
Þæfð verk eftir finnsku listakonuna Eiju Pirttilathi
Listasafn Reykjanesbæjar fór í samstarf við Sandgerðisbæ um að kynna verk finnsku listakonunnar Eiju Pirttilathi og opnar af því tilefni sýningu á verkum hennar í Stofunni í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 3. september n.k. Eija hefur verið í samvinnu við kennara og listafólk í Sandgerði um nokkurn tíma.
Eija er textíl listakona og vinnur verk sín í þæfða ull. Vinnustofa Eiju er staðsett í þorpinu Pohjaslahti í listabænum Mänttä-Vilppula og fyrirtæki hennar Sammallammas hefur verið starfrækt síðan 1994. Fyrirtækið er staðsett í miðjum skógi og þangað sækir Eija sinn mikilvægasta innblástur. Þekktustu vörur Sammallamma eru vínkælar í formi dýra og eru þeir þæfðir úr finnskri ull og sýnir hún nokkra slíka við þetta tækifæri. Einnig sýnir Eija veggteppi sem líka eru unnin úr þæfðri ull.
Eija hefur ferðast nokkrum sinnum til Íslands og er heilluð af þessu dularfulla landi. Hún segir: ,,Náttúra okkar er mjög ólík en sum áhugaverð smáatriði eru lík og hefur það verið innblástur minn í þessari sýningu”. Verkin á sýningunni sýna hughrif úr ferðum hennar um Ísland eins og nöfnin Mosi, Flétta, Ís og Reyniviður gefa til kynna.
Sýningin stendur til 11. október og er opin alla daga frá 12.00-17.00, aðgangur er ókeypis.
Sjá nánar:
www.eijapirttilahti.fi
www.sammallammas.fi
Eija Pirttilahti +385-400-114434, eija.pirttilahti@sammallammas.fi