Helgi Þorgils Friðjónsson
Nafn
Helgi Þorgils Friðjónsson
Fæðingardagur
07. mars 1953
Ferilskrá
Helgi Þorgils Friðjónsson fæddist árið 1953 í Búðardal í Dalasýslu. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var við framhaldsnám í De Vrije Academie í Den Haag í Hollandi og við Jan van Eyck Academie í Maastrict í Hollandi.
Helgi er afar virkur í sýningahaldi bæði innan lands og utan og hefur haldið sýningar víða í Evrópu og Bandaríkjunum frá árinu 1974, m.a. á XI Biennale de Paris í Frakklandi 1980, Thick Air, Fodor Museum í Amsterdam 1983, á XLIV Feneyjatvíæringnum 1990, Prospect ´93 í Frankfurt 1993 og Confronting Nature í Corcoan Gallery of Art í Washington D.C. árið 2002.
Frá árinu 1980 hefur Helgi rekið lítið sýningarrými, Gallerí gang, í þeim tilgangi að fá nýja, erlenda listamenn til að sýna á Íslandi.
Heimild: kirkjulistahatid.is