Helga Páley Friðþjófsdóttir
Nafn
Helga Páley Friðþjófsdóttir
Ferilskrá
Helga Páley Friðþjófsdóttir (f. 1987) hefur í verkum sínum notað teikningu, meðal annars til þess að kanna mörk miðilsins, bæði á pappír og í skúlptúr.
Helga Páley hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Hún var meðlimur í listamannarekna galleríinu Kunstschlager í Reykjavík, 2014–2016. Hún hefur enn fremur tekið þátt í ýmsum verkefnum, eins og Frystiklefanum í Rifi og var liststjórnandi fjölþjóðlegu listahátíðarinnar Ærings.
Helga Páley útskrifaðist með diplóma úr Motion Creative í Hyper Island, Stokkhólmi, árið 2018 og lauk námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Samhliða myndlistinni hefur hún einnig unnið sem teiknari, bæði við myndskreytingar og hreyfimyndagerð (e. illustrator og animator). Helga býr og starfar í Reykjavík.