HEIMASÆTAN

Ljósmyndasýning Vigdísar Viggósdóttur

Ljósmyndasýningin Heimasætan opnar í anddyri Duus Safnahúsa fimmtudaginn 3. september kl. 18.00.  Verkið samanstendur  af 6 örsögum sem fjalla um lífið, tilveruna, drauma og þrár.  Ljósmyndarinn Vigdís Viggósdóttir, Viddý, útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2014.  Þetta verk varð til á listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði en Vigdís dvaldi þar í vor í vinnustofu listamanna.  Ljósmyndirnar eru teknar á eyðibýlinu Miðhúsum þar sem örsögur leyndust í hverju skúmaskoti.

Sýningin stendur út september og er opin alla daga 12.00-17.00, ókeypis aðgangur.